
Í kvöld kl. 19:00 hefst fyrsti leikur Fylkis í Evrópukeppni en hann fer fram á Laugardalsvellinum. Andstæðingurinn kemur frá Póllandi og heitir Pogon Szczecin. Liðið er mjög sterkt og hefur byrjað tímabilið ágætlega. Sævar Þór er tæpur og óvíst hvort að hann verði í byrjunarliði Fylkir. Stuðningsmenn hittast á Blásteini kl. 17 og þar verður andlitsmálun og einnig verður boðið uppá Fylkis-hárgreiðslu. Rútur munu ferja stuðningsmenn niður í Laugardal þar sem leikurinn fer fram. Miðasala hefst á Laugardalsvelli klukkutíma fyrir leik. Veður er gott og því ekkert að vanbúnaði að mæta á völlinn.
Á Laugardalsvelli leika Fylkismenn sinn fyrsta Evrópuleik gegn pólska liðinu Pogon Szczecin og hefst leikur þeirra klukkan 19.00