Lazio og Parma tapa í CL !!!
Það byrjar ekki gæfulega fyrir ítölsku liðin tvö sem taka þátt í undankeppninni fyrir Meistaradeildina. Lazio tapaði 2-1 fyrir FC Copenhagen og Parma tapaði 2-0 fyrir franska félaginu Lille. Þessum liðum er hollara að girða upp stuttbuxurnar og taka almennilega á því í seinni leikjunum því þau eru klárlega sterkari en andstæðingarnir - á pappírnum amk. Reyndar vantaði Mendieta og Castroman í lið Lazio, sem og Marcelo Salas ( sem hefur gefið sögunum um að hann sé að flytja sig til Juve byr undir vængi…) svo það var svo sem ekki fullskipað lið hjá þeim. En ég er hræddur um að það hitni undir Dino Zoff ef þeir komast ekki í aðalkeppnina! Óskum þeim góðs gengis - ítalska boltans vegna !!!