Stjórar Manchester United frá upphafi. Tímans rás hafa margir hlutir í framkvæmdastjóra stöðu knattspyrnufélaga breyst mikið svo ekki sé meira sagt.

Frá dögum Ernest Mangnall þegar stjórar knattspyrnuliða voru jafnvel ritarar félaganna í leiðinni og allt til daga sir Matt Busby sem var allt í öllu hjá félaginu hefur mikið breyst í starfi framkvæmdastjóra knattspyrnuliða.

Sir Matt Busby var fyrsti stóri stjórinn hjá United, frumkvöðull sem byggði upp tvö af bestu liðum sem Manchester United hefur átt, hann vann meðal annars Evrópubikarinn aðeins 10 árum eftir að hann missti stóran hluta úr liði sínu í flugslysinu við Munchen í Þýskalandi.

Miklir persónuleikar eins og Ron Atkinson og Tommy Docherty hafa staldrað við í sögu United sem og hinir hljóðlátu en vinnusömu Dave Sexton og Frank O´Farrell, United var í þessum stjórum að leita að arftakar Sir Matt Busby.

Árið 1986 fannst hann, og í dag hefur Manchester United á efa einn sigursælasta framkvæmda stjóra sem félagið hefur haft frá upphafi. Ferguson er að hverfa á braut sem stjóri United en hann skilur eftir sig arfleið sem fáir koma til með að slá út. Tvisvar hefur Alex Ferguson leitt liðið til tveggja titla sama tímabilið og hver getur gleymt þrennunni frægu 1999 en það ár vann United Meistaradeild Evrópu í annað skiptið en 31 ára liðu á milli þeirra titla.

Hvað sem tekur við hjá United í stjóramálum þá er framtíðin björt hjá félaginu og góður minnisvarði um þá einstaklinga sem fram að þessu hafa skapað sögu þessa frægasta félagsliðs í heimi. Hér á þessari síðu er fjallað um allar þessar hetjur fortíðarinnar, menn sem unnu allt sitt starf í þágu Manchester United.

Heimild: Man. Utd
Reggies..