Samkvæmt The Mirror er markvörður Man.Utd, Fabien Barthez með einhvern dularfullan handarsjúkdóm. Sagt er að hann þurfi að vefja á sér handleggina til þess að lina sársaukann. Hann mætti á æfingu á dögunum með báða handleggi vafna líkt og hnefaleikappi. Barthez hefur sagt að þetta væri sé ekkert alvarlegt en það vekur athygli blaðsins að hann sé búinn að reyna að leyna þessum leyndardómsfulla sjúkdómi. Engar yfirlýsingar hafa enn borist úr herbúðum Manchester United vegna þessa máls. Samkvæmt mbl.is er þetta húðsjúkdómur sem Franski landsliðsmaðurinn á við að stríða og á hann víst að hafa verið með hann allan sinn feril.
Annars er það að frétta af Fabien Barthez að hann ætlar að ljúka ferlinum hjá United. Barthez er 29 ára og er með samning til 2005 og segist ætla að vera hjá félaginu út þann tíma að minnsta kosti.
“Mitt fyrsta tímabil hjá liðinu var fullkomið. Það stóðst allar mínar væntingar og meira til. Ég hef spilað sem atvinnumaður í 10 ár og ég hef aldrei skemmt mér jafnmikið og á Old Trafford” sagði markvörðurinn litríki.