
Alex Manninger hefur staðfest að hann sé að fara til Fiorentina á lánssamning, og verður þar næstu leiktíð.
Svo má geta þess að ofbeldið er að verða leiðinlegt þegar lið ferðast milli landa til að keppa. Það var nú ekki fagurt þegar Leedsarar voru að keppa við Galatasary og tveir aðdáendur stungnir til bana. Það er alltaf einhver grefillinn að gerast og nú var Celtic fan skotinn, bara sísona, á bar í Amsterdam, en Ajax og Celtic (1-3)voru að keppa í kvöld, í undankeppni Meistaradeildar.
Það voru víst um það bil ÁTTAÞÚSUND Celtic aðdáendur sem trilluðu sér yfir til Hollands og gekk bara vel ef þetta er undanskilið. Maðurinn dó nú ekki, sem betur fer.