Ferguson segir að Chelsea verði helstu andstæðingar Man Utd í vetur. Viðurkennir að þetta verði mjög erfitt, þeir taki þetta ekki eins létt eins og síðast. Liverpool og Arsenal verði liði sínu skeinuhætt líka og Leeds komi þar á eftir.
Ég segi samt, enn og aftur. Áfram Leeds.
Robert Prozinecki hefur verið neitað um leikheimild af enska knattspyrnusambandinu. Þeir halda sig ákveðið við sína stífu 75% reglu, þe að hann hefur greinilega ekki náð ¾ leikja króatíska landsliðsins á síðustu tveimur árum. Harry, kallinn, Redknapp sem hefur tekið við Portsmouth, segist þó fullvíss um að þetta gangi í gegn, því liðið hefur lagt fram kæru og einhver gögn sér í hag. Portsmouth fékk Prozinecki frá Standard Liege eins og komið hefur fram.
Portsmouth hefur fengið til sín markmanninn Dave Beasant, sem gerði garðinn frægan með Chelsea, Southamton og Wimbledon. Hann hefur undanfarna mánuði verið hjá Nott. Forest, en svaraði kalli Redknapp þegar hinn ungi Aaron Flahavan lést svo sviplega nú um helgina. Kallinn er orðinn 42. ára gamall og hefur reynslu, en varla snerpuna sem á þarf að halda. Annars er Redknapp eitthvað að sverma fyrir Danny Milosevich, sem er þriðji kostur í marki Leeds. Drengurinn er afar efnilegur og ætlar sér að gera atlögu að sæti í byrjunarliði Leeds í vetur. Ætla bara rétt að vona að hann verði um kjurrt.
George Burley, Ipswichstjóri, segir að Finidi George verði keyptur á morgun fyrir 3,5 millur. Þeir þurfa að drífa í þessu, því Mallorka hafði hótað að hafa hann í leikmannahópnum fyrir leik gegn Hajduk Split í undankeppni Meistarakeppninnar í kvöld. Þá hefði hann ekki verið löglegur með Ipswich í UEFA.