Bryan Robson á heimaslóðir? Bryan Robson hefur verið boðin staða hjá Man Utd, sem aðstoðarþjálfari, eða “ part time coach”, sem útleggst kannski frekar sem “þjálfari í hlutastarfi”.
Robson, sem eitt sinn var nú talinn líklegur arftaki Ferguson, hefur eins og allir vita, ekki gengið allskostar vel við stjórnvölinn undanfarin ár. Kannski líður honum betur hjá sínum gömlu félögum. Kallinn er í fríi núna og ræðir þetta við stjórnarmenn þegar hann kemur heim.

Thomas Myhre, norski landsliðsmarkvörðurinn, tók ekki tilboði Tottenham. Hann sagði þá hafa gert sér mjög gott tilboð en hann vill spila en ekki vera númer tvö (á eftir Neil Sullivan). Myhre hefur nú lítið fengið að spila með Everton og ætlar ekki hænufet nema hann komist í lið þar sem hann er no eitt. Everton hafði samþykkt boð Spurs upp á 750 þús pund.