Gordon Strachan neyddist til að selja John Hartson til Celtic um daginn. Fékk hann 6,5 millur í budduna sem hann sagðist ætla að eyða umsvifalaust í framherja. Nú bauð kallinn fimm milljónir og eitt pund! í Lee Hughes, sem flest neðri deildar lið virðast vera á eftir. Ekki man ég þó til að úrvalsdeildarliðin hafi reynt að fá piltinn. Hann spilar með West Bromwich og setti minnir mig nálægt þrjátíu mörk sl vetur og annað eins leiktíðina þar áður. West Brom vill fá enn meir fyrir piltinn en í samningi hans er klausa sem segir að ef einhver vill borga meir en fimm millur megi hann fara.
Ekki vil ég blanda mér í svona ágreining en ég vona samt að Strachan komi Coventry aftur upp.
Everton hefur gefist upp á því að fá Daniel Prodan til sín. Viðræður gengu ekki sem skyldi fyrir Englendingana og kallinn kemur ekki.