banaslys í umferðinni - á Englandi
Hinn 25 ára gamli markvörður Portsmouth, Aaron Flahavan lést í umferðarslysi sl nótt. Pilturinn ólst upp hjá Portsmouth og hefur hægt og bítandi verið að vinna sig í sessi sem aðalmarkvörður liðsins. Einhver meiðsl höfðu verið að hrjá hann að undanförnu þannig að hann spilaði ekki í 2-1 sigurleik á móti Leicester í gær en var engu að síður orðinn fyrsti kostur í markið. Graham Rix, sem orðinn er framkvæmdast. Portsmouth og allir topparnir þar hafa lýst yfir mikilli sorg og leikmenn liðsins eru mjög daprir. Þetta er að sjálfsögðu hræðilegt, bæði fyrir fjöskyldu pilts sem og liðið, sem ætlar sér stóra hluti í vetur.