Arsene Wenger hefur dregið það von úr viti að skrifa undir áframhaldandi samning við Arsenal. Hann hefur lengi sagt að hann muni skrifa undir, ekkert annað komi til greina (nema það að hann hótar að hætta þjálfun ef leikmenn geti skipt um lið að vild og farið þangað sem peningarnir eru mestir). Hinsvegar hafa allskyns spekúlasjónir verið í gangi, þar sem mörg stórlið hafa lýst yfir áhuga á að fá kallinn til sín. David Dein í stjórn Arsenal hefur fengið nóg af þessu drolli og hefur nú gefið Wenger sólarhring til að gera upp hug sinn. Annaðhvort skrifi hann undir á morgun eða Arsenal menn taki því þannig að hann ætli að fara. Kallinn á akkúrat eitt ár eftir af samningnum og um áramót mega önnur lið fara að rabba við hann. Vitað er að Man Utd og Barcelona hafi áhuga á spjalli. Ef hann lufsast ekki til að skrifa undir má búast við upplausn í Arsenalliðinu, enda virðist nú eitthvað krauma þar undir þessa dagana.
Svo hefur hann “gamli” Finidi George ferðast til Englands frá Spáni, til að láta lækna Ipswich líta á sig. Þeir sögðu hann bara sprækan svo það er verulega líklegt að hann semji fljótlega. Ótrúlegt að hann hafi farið í ferðina bara svona til að skoða enska kvenfólkið (varla frá Spáni!).