Edgar Davids hefur verið dæmdur í 8 mánaða bann, af ítölsku lyfjanefndinni. Fyrst var hann dæmdur í ársbann en talið var að það yrði stytt í ca 6 mánuði, en átta urðu niðurstaðan. Svo þarf kallinn að greiða um 100 þús dollara í bætur, sem eru eins og 10 millur íslenskar, takk fyrir. Þó ég sé einhver fimm-sex ár að vinna fyrir því, tekur það hann svona u.þ.b. viku, svo ég vorkenni honum ekkert. Þrátt fyrir að Marcello Lippi, hinn nýi þjálfari Juve, segist ekkert vera í verslunarhugleiðingum, segja sögur að hann vilji Fabío Liverani hjá Perugia, til að taka stöðu David. Perugia vill víst fá 15 millur í dollurum plús hinn unga David Pericard, sem Juve á erfitt að sætta sig við.
Glasgow Rangers hefur fallist á að borga 6,5 millur fyrir Michael Ball hjá Everton. Evertonmenn eru sáttir og Ball sjálfur hefur samþykkt allt og ætlar nú í læknisskoðun. Piltur er semsagt á leiðinni.
Everton hefur líka samþykkt tilboð Tottenham uppá 750 þús pund fyrir norska markmanninn Thomas Myhre. Spurs þarf bara að díla við piltinn sem hefur hingað til ekki viljað fara eitt eða neitt nema fá að spila, þannig að Hoddle þarf að setja sig í stellingar. Þetta þýðir væntanlega að Magnus Hedman fari örugglega til Everton, frá Coventry. Liverpool vildi hann á lánssamning, þar sem Westerveld er meiddur, en Hedman vill enga svoleiðis samninga.