Það lítur út fyrir að Magnus Hedman fari frá Coventry til Everton í næstu viku. Prísinn er 3,4 millur og allir sáttir. Það á þó eftir að ganga frá einhverjum endum en aðalmálið er hvort Mikhael Ball fari ekki örugglega til Rangers. Þá fær Everton ca 6,5 millur, annars eiga þeir eitthvað erfitt með að borga. Þetta fer örugglega alltsaman vel.
Gamlir Poolarar ætla að blanda sér í fótboltaslag að nýju. Roy”hinn góði” Evans hefur verið ráðinn stjóri hjá Swindon Town með Neil”hinn slæma”sem aðstoðarmann. Evans tók við Fulham tímabundið eftir að vera rekinn frá Liverpool en hefur ekkert þjálfað lengi. Verkefnið er að koma liðinu aftur í 1. deild en til þess þarf nú að valta yfir Guðjón og co, sem verður ekki létt.
Nú hefur Ranieri eytt um 32 millum í leikmenn í sumar. Þá er komið að skuldadögum og einhverjir verða að fara. Miklar líkur eru á að Sam Dalla Bona fari til AC Milan og fyrirspurnir hafa komið í sambandi við Winston Bogarde og Albert Ferrer. Spái því að þeir fari allir enda segist Ranieri vilja yngja upp. Hann vill örugglega halda í Dalla Bona en getur varla, þar sem þeir fá væntanlega nálægt 6 millum fyrir hann.