Þá hefur Sunderland loksins gengið frá kaupum á Svissneska landsliðsmanninum Bernt Haas. Hann kostaði bara 1 millu og skrifar undir í fjögur ár. Þessi 23 ára piltur spilar í vörninni og kann best við sig sem hægri bakvörður.
Þá hefur Steve McClaren, gamli Man Utd þjálfari, loksins náð til sín þeim Greening og Wilson. Þetta er búið að vera drama í allt sumar þar sem Ipswich, og að mig minnir einhver fleiri lið, blönduðu sér í . United vildi 4,5, Boro vildi borga 3,5, svo farinn var millivegurinn.
Sam Allardyce, stjóri Bolton, ætlar að spila sóknarbolta í vetur. Ekkert hræddur við stóru strákana, greinilega. Hann hefur nú verslað tvo framherja, þá Henrik Pedersen og Akinori Nishizawa og vill endilega bæta einum við, honum Pegguy Luyindula frá Frakklandi. Hann spilar með Strassburg og spilaði einhverja U-21 leiki. Sagan segir að Allardyce hafi gert tilboð upp á 2,5 millur en talið er að hann þurfi nú að dobbla það til að eiga séns.