
Ekkert hefur gengið hjá KR-ingum það sem af er sumri og engin breyting varð á því í kvöld. FH-ingur komu í heimsókn án Atla Viðars Björnssonar sem er meiddur og líklegt að sumarið sé búið hjá honum. Jónas Grani skoraði eina mark fyrri hálfleiks. FH-ingar fengu svo vítaspyrnu og var það ellismellurinn Hörður Magnússon sem skoraði örugglega úr spyrnunni. Hörður tók stöðu Atla í FH liðinu og skilaði sínu hlutverki ágætlega, þrátt fyrir að hann hafi nú verið frískari. Moussa Dagnogo var ekki í liði KR en hann hefur valdið miklum vonbrigðum í sumar, eins og reyndar allt KR liðið. Tryggvi Bjarnason náði að minnka muninn fyrir KR í 1-2 en það urðu lokatölur leiksins. FH hefur náð að festa sig í sessi meðal bestu liða landsins og hver veit nema þeir fái kannski nafn sitt á dolluna eftir einhver ár!
Í Keflavík léku heimamenn gegn ÍA. Margir spá því að Skagamenn muni há einvígi við Fylki um Íslandsmeistaratitilinn og það kæmi mér ekki á óvart. Allavega fóru þeir með öll stigin frá Suðurnesjunum. Eina mark leiksins skoraði markahrókurinn Hjörtur Hjartarsson í fyrri hálfleik. Miklar líkur eru á því að Hjörtur fái gullskóinn á þessu ári, allavega ef hann heldur svona áfram. Litlu munaði að heimamenn næðu að jafna metinn á seinustu mínútunum en Unnar Valgeirsson bjargaði á marklínu. Þessi sigur ÍA var gríðarmikilvægur því ekki vilja þeir missa Fylkismenn of langt framúr sér. En meira veit ég ekki um þennan leik og úrslitin 0-1 fyrir ÍA.
—
KR - FH 1-2
0-1 Jónas Grani Garðarsson (30)
0-2 Hörður Magnússon (v)
1-2 Tryggvi Bjarnason
Keflavík - ÍA 0-1
0-1 Hjörtur Hjartarson (4)
Breiðablik - Grindavík 2-4
0-1 Sinisa Kekic (41)
1-1 ? (v) (75)
1-2 Paul McShane
1-3 Grétar Hjartarsson (85)
1-4 Sinisa Kekic (91)
2-4 Albert Sævarsson (sjm.)