Valur - Fylkir 1-3
Mörk Fylkis: Sævar 2, Hrafnkell.
Mark Vals:Stefán Þórðarsson.
Sigur okkar á Val var aldrei í hættu. Strax í fyrstu sókn skorar Sævar eftir stungusendingu frá Ola Stígs og síðan dundi hver sóknin á fætur annari á Valsmarkinu. Leikurinn róaðist um miðjan hálfleik en undir lok hans skorar Keli eftir góðan undirbúning Sævars. Seinni hálfleikur var nokkuð rólegri en sá fyrri, Valsmenn búnir að þétta aðeins vörnina en samt fengum nokkuð góð færi og úr einu þeirra skorar Sævar eftir undirbúning frá Kidda Tomm. Valsmenn klóra í bakkann í lokin og minnka muninn. Leikur okkar manna var mjög góður og hvergi veikan hlekk að finna allann leikinn(öfugt við Keflavíkurleikinn) og maður leiksins, Sævar Þór Gíslason, var í banastuði. Óli Stígs, Sverrir og Finnur léku einnig glimrandi inná miðjunni og Kjartan og vörnin voru öryggið uppmálað frá fyrstu mínútu.
Kiddi kom inná í leiknum stóð sig mjög vel sem og Elmar sem lék sinn fyrsta leik í efstu deild og óskum við honum til hamingju með það.
Alexander Högnason kom inná í fyrsta skipti fyrir Fylki.
Teddi Óskars átti að koma inná í þessum leik en baðst undan því þar sem að hann fann fyrir eymslum í nára í upphituninni