
Toppliðið, Fylkir, er komið með fimm stiga forystu á toppi Símadeildar karla í knattspyrnu en Fylkir sigraði Val 1-3 á Hlíðarenda í kvöld. Selfyssingurinn Sævar Þór Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Fylki. Hitt mark liðsins gerði Hrafnkell Helgason. Keli er víst á leiðinni til Bandaríkjanna í nám og er það hlutverk Alexanders Högnasonar að fylla skarðið sem hann skilur eftir sig. Stefán Þórðarsson náði að minnka muninn fyrir Val en það mark kom alltof seint og 1-3 sigur Fylkis á Hlíðarenda staðreynd.
Allt stefnir í að áhorfendamet verði slegið í Símadeildinni í knattspyrnu í ár. Undanfarin ár hefur aðsóknin verið á stöðugri
uppleið, met slegið á hverju ári. Árið 1999 var meðaltalið 897 manns á leik, en í fyrra 899. Menn voru síðan að gæla við þá hugmynd að 900 manna múrinn yrði rofinn árið 2001. Raunin er sú að útlit er fyrir að áhorfendametið í Símadeild karla verði slegið svo um munar, því meðaltal á leikjum deildarinnar þegar þetta er ritað er 1.110 manns!
—
ÍBV - Fram 1-3
0-1 Ásmundur Arnarson (3)
1-1 Hlynur Stefánsson (31)
1-2 Ásmundur Arnarson (55)
1-3 Ásmundur Arnarson (87)
Valur - Fylkir 1-3
0-1 Sævar Þór Gíslason (4)
0-2 Hrafnkell Helgason (41)
0-3 Sævar Þór Gíslason (71)
1-3 Stefán Þórðarson (90)
—
Þetta voru ekki einu leikir kvöldsins sem enduð 1-3 því að í 1.deild karla sigraði Dalvík Leiftur 1-3 á Ólafsfirði og er Leiftur nú komið í fallsæti en Dalvík er í sjöunda sæti.