1. deildarlið Portsmouth kom verulega á óvart í morgun þegar þeir greindu frá því að þeir væru búnir að gera eins árs samning við króatíska landsliðsmanninn Robert Prosinecki.
Prosinecki var með lausan samning við Standard Liege og kostaði því Portsmouth ekki pund. Prosinecki hafnaði tilboðum frá franska liðinu Lille og nokkrum félögum í ensku úrvalsdeildinni.
Prosinecki þykir einn besti leikmaður Króata fyrr og síðar og hefur meðal annars leikið með Real Madrid og Barcelona ásamt því sem hann á 40 landsleiki að baki með króatíska landsliðinu.
Hann gerði eins árs samning við Portsmouth.