Ruud van Nistelrooy leikmaður Manchester United hefur byrjað sálfræðistríðið fyrir leikinn gegn Arsenal en liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á Higbury annað kvöld. Nistleooy sagðist elska að vinna Arsenal en þessi lið hafa marga hildina háð á vellinum og er leik morgundagsins beðið með mikilli eftirvæntingu.
Oftast er í umræðunni baráttan á milli Roy Keane og Patrick Viera en nú verður engin slík barátta þar sem báðir leikmenn hafa yfirgefið sín lið, Vieira fór til Juventus og Keane til Celtic.
,,Það hafa verið mörg umdeild atvik undanfarin ár“ sagði Nistelrooy um leikina á milli liðanna. ,,Stjóri Arsenal (Arsene Wenger) hefur sagt ákveðna hluti í fjölmiðlum.”
“Það voru Arsenal-menn sem sérstaklega sköpuðu slæmt andrúmsloft” hélt Nistelrooy áfram en eftir síðasta leik liðanna hélt Wenger því fram að Nistelrooy hefði svindlað með því að láta sig falla.
,,Þetta slæma andrúmsloft sem skapast eru ástæða þessa hatr0mmu rimma. Þetta er aðeins að róast núna en ég elska að vinna Arsenal, ég get ekki neitað því."