Jean Tigana, stjóri Fulham, gerir það ekki endasleppt. Eitthvað hafa leikmannakaup gengið brösuglega hjá honum en nú virðast tveir góðir á leið til hans, Steed Malbranque, frá Lyon og sjálfur Edwin Van der Sar, hollenski markvörðurinn sem hefur verið hjá Juventus undanfarin ár. Buffon fór til Juve fyrir einhverjar grilljónir um daginn, þannig að Van der Sar sá ekki fram á að fá mikið að vera með. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi reynsluna til að hjálpa Fulham til að komast í fremstu röð og Tigana sé rétti maðurinn til að stjórna þeim þangað. Það hafi hann sýnt með Monaco. Eitthvað bakslag hljóp þó í flutninginn hjá fyrrnefndum Steed, en ég trúi að hann fari til Fulham á endanum.
Southamton hefur gert 1. árs samning við miðvallarleikmann QPR, Paul Murray. Hann átti lengi við meiðsl að stríða hjá QPR en hefur gengið vel á æfingum hjá Southampton svo þeir drifu í að bjóða honum samning. Drengurinn er 24 ára og hefur spilað einhverja landsleiki með u-21 landsliðinu.