Total Football Fyrst langar mig að segja ykkur frá því að ég keypti mér ágústheftið af Total Football. Þar eru 50 flottustu fótboltamyndir að mati blaðsins og er sú elsta frá 1867 og sú nýjasta bara frá því í fyrra (í það minnsta nýleg). Þetta eru guðdómlegar myndir og ég skora á alla að kíkja á blaðið. Það kostar að vísu þúsundkall en er þess virði. Nokkrir koma oftar en einu sinni fyrir en fyrir “prúðmannlega” framkomu fær Winnie Jones tvisvar að vera með. Í annað skiptið er hann að tækla 5 ára strák svo gaurinn steinliggur. Pabbi drengsins sagði: “hann sagðist hafa gert þetta óviljandi, hefði bara verið aðeins of seinn. Trúi því alveg því að í níu af hverjum tíu tæklingum var hann “aðeins” of seinn”.
Svo er Cantona í karatefíling og “hendi guðs” og margar svakalegar myndir.

Annars var málið að Daniel Prodan hefur lufsast til Englands til að díla við Everton. Hinn 29 ára gamli Prodan hefur lengi átt við hnémeiðsl að stríða en þykist vera orðinn góður. Hann hefur verið í vörninni hjá Rocur Búkarest og spilaði áður með Rangers. Walter Smith, Evertonstjóri og fyrrum stjóri Rangers, segir að ef hann standist læknisskoðun muni þeir reyna að fá hann til að vera með. Hann er alveg þokkalegur spilari, kallinn, enda verið lengi í landsliði Rúmeníu, sem mér hefur alltaf fundist ferlega skemmtilegt lið. Smá persónulegt innskot í smá persónulega grein –gong-