Sol Campbell lék sinn fyrsta leik með Arsenal á mánudaginn þegar að félagið sigraði Mallorca 2-0. Campbell lék síðustu tíu mínútur leiksins og þurfti lítið að taka á honum stóra sínum á þeim tíma.
Fyrsta markið kom á 28. mínútu og var sjálfsmark, það skoraði varnarmaðurinn Fatih Aykel, sem nýkominn er til Mallorca frá Galatasaray. Giovanni van Bronckhorst skoraði annað mark Gunners um miðjan síðari hálfleik.
Leikurinn þótti grófur og var Patrick Vieira stálheppinn að stórslasast ekki þegar að Vicente Engonga fór í glórulausa tæklingu á móti honum. Þá þurfti Martin Keown að yfirgefa völlinn alblóðugur eftir vænt olnbogaskot frá einum leikmanna Mallorca og hjá Arsenal voru þeir Fredrik Ljungberg og Ashley Cole sem sáu um að þjarma að Spánverjunum með grófum leik eftir að þeir komu inn á.
Ásamt nýliðunum Campbell og Bronckhorst, þá komu hinir nýju mennirnir, Richard Wright, Francis Jeffers og Junichi Inamoto allir við sögu í leiknum.
Gj arsenal GO ARSENAL