þvaður í þjálfurum Skrollaði aðeins yfir teamtalk nú um miðnættið. Það er þvílík gúrkutíð hjá þeim að það var ekki fyndið. Bara kvótar í þjálfara og leikmenn, engar fréttir. Það sem ég man í fljótu bragði.
1. Butt vill ræða almennilega við Ferguson áður en hann skrifar undir nýjan 5 ára samning, því hann vill fá að spila meira. Vitað er að Sunderland og Blackburn hafa áhuga á pilti og gott ef Peter Reid gerði ekki tilboð í hann upp á 7 millur í sumar.
2. Ferguson hefur bakkað Erikson upp með vináttulandsleikinn (sem er að mig minnir ) 15. águst. Houllier var eitthvað ósáttur við tímasetninguna því deildin byrjar þremur dögum seinna, Ferguson segir að hann megi nota eins marga Man utd menn eins og hann vill því svona vináttuleikir séu ofsa mikilvægir til að komast áfram.
3. Gerrard ætlar að skrifa undir nýjan 5 ára samning og Liverpool menn voða kátir með það.
4. O´Leary segist vorkenna Wenger að standa í þessu veseni með Vieira. Þó allt virðist fallið í ljúfa löð segist hann ekkert viss um að svo sé, hann kannist við svona vesen sjálfur. Þá á hann við Hasselbaink sem heimtaði að fara til Spánar þegar honum buðust fullt, fullt af pesetum, þrátt fyrir að eiga einhvern slatta eftir af samning. O´Leary vill að menn standi við samninga. Ég vil það líka.
5. Eiður Guðjohnsen er óskaplega bjartsýnn fyrir veturinn. Segir að framkvæmdastjórinn kunni loksins að tala ensku og allt sé miklu léttara. Vill meina að þeir ætli sér harða atlögu að titlinum og séu sterkari en í fyrra. Svo var eitthvað meira svona bla, bla.
6. Stórfrétt að lokum. Eftir allt umstangið með Laurent Robert, Frakkann illræmda sem sagðist ekki vilja til Newcastle, virðist hann nú samt á leið þangað eftir allt saman. Kemur fyrir 9,5 millur og er líkt við Ryan Giggs og John Barnes, fljótur á vinstri kanti með eitraðar sendingar. Og það var nú það.