Ferguson vill mótspyrnu
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, svaraði í gær yfirlýsingum Gerards Houllier varðandi yfirburði United í úrvalsdeildinnni og skoraði á þá að leggja sig fram við að gera kapphlaupið að titlinum hið erfiðasta. Eins og greint hefur verið frá þá sagði Houllier enga breytingu verða á því að önnur lið myndu bara spila um annað sætið á eftir United. “Ef við erum þegar búnir að vinna þá get ég náð í bónusinn minn strax,” segir Ferguson. “Ef satt skal segja þá mun ég fagna allri mótspyrnu.”