
Á Akranesi léku erkifjendurnir í ÍA og KR. Akurnesingar efndu til fagnaðar í tilefni af því að 50 ár eru liðinn frá því að ÍA vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu karla. Íslandsmeistarnir frá 1951 voru heiðursgestir á leiknum. Þeim leiddist leikurinn væntanlega ekki því Skagamenn unnu 2-0 og ég býst við því að þeir muni veita Fylkismenn hvað harðasta keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Kári Steinn Reynisson skoraði tvisvar framhjá Kristjáni Finnbogasyni sem stóð í KR-markinu í fjarveru Bjarka sem er meiddur.
Í Laugardal fór fram botnslagur Fram og Breiðabliks. Það var ótrúlegt að Þorbjörn Atli náði ekki að skora en hann slapp oftar en einu sinni einn á móti Atla Knútssyni. Che Bunche skoraði eftir þunga sókn Blika á 25.mínútu en þeir höfðu skömmu áður fengið ágætt færi sem Framarar bægðu frá í horn en uppúr því skorðuðu Blikar. Gestirnir voru betri það sem eftir lifði hálfleiksins. Á 48.mínútu var brotið á Ásmundi Arnarssyni innan vítateigs, Kristinn dæmdi umdeilda vítaspyrnu sem Ágúst Gylfason skoraði úr af miklu öryggi og jafnaði metinn. Ásmundur skoraði fyrir Fram á 72.mínútu eftir sendingu frá Þorbirni. Framarar unnu lífsnauðsynlegan sigur 2-1.