
Það er nú alltaf verið að hjala um það að Leeds séu að rembast við Kieron Dyer, Newcastle strák. Ridsdale hefur neitað öllu þar um en vitað er að O´Leary finnst hann býsna góður kostur. Nú hefur Newcastle sett 25 millur á drenginn, svona til að fæla önnur lið frá. Vitað er líka að Newcastle hefur lengi haft áhuga á Michael Bridges, hinn langmeidda framherja Leeds, og höfðu reyndar fyrir löngu boðið í hann 7 millur. Bridges verður ekki kominn á ról fyrr en eftir 1-2 mánuði svo varla fer hann uppí sem skiptimynt. Enda fáránlegt að setja hann plús einhverjar 15-18 millur fyrir Dyer, þó hann sé góður.
Svo gleður mig að segja frá því að Leeds fylgdi 6-0 sigri sínum á Jönköping með 6-0 sigri á Kungsbakka í dag. Smith og Keane gerðu 2 hvor og Kewell og Wilcox eitt hver. Staðan var 1-0 í hálfleik en O´Leary gerði níu skiptingar í leiknum. Allt í stakasta hjá Leeds eins og er.