STOKE STRÁKARNIR MISSA AF ÞJÓÐHÁTÍÐ!
Marc Goodfellow (á mynd) og Lewis Neal eru á leiðinni heim til Stoke. Þessi frábæru unglingar hafa verið í láni hjá ÍBV en nú er undirbúningstímabil Stoke hafið. Strákarnir vildu fara til Stoke og vona að þeim sé ætlað eitthvað hlutverk í liði Stoke á næstu leiktíð. Samkvæmt www.ibv.is þá er ekki útilokað að þessir leikmenn komi aftur til ÍBV eftir þjóðhátíð. Það fer eftir því hvort þeim er ætlað hlutverk hjá Guðjóni Þórðarssyni.
—
FYLKISMENN FÁ LIÐSSTYRK
Alexander Högnason fyrrum fyrirliði ÍA hefur skrifað undir samning við Fylki og mun spila í Árbænum út tímabilið. Alexander lagði knattspyrnuskóna á hilluna síðastliðið haust og er laus allra mála hjá ÍA. Alexander er 33 ára gamall og hefur leikið 185 leiki með Skagamönnum í efstu deild. Ekki veitir Fylkismönnum af liðsstyrknum því Ómar Valdimarsson er meiddur og Hrafnkell Helgason er á leið til Bandaríkjanna í Ágúst þar sem hann mun stunda nám.
—
1.DEILD KARLA
Þór og ÍR skyldu jöfn, 2-2 í síðasta leik 11. umferðar í dag. Þórsarar voru heppnir að ná stigi þar sem Páll Gíslason jafnaði leikinn á 90. mínútu.
1 KA - 11 26
2 Þór A. 11 - 23
3 Stjarnan 11 - 22
4 Þróttur R. 11 - 18
5 Víkingur R. 11 - 13
6 ÍR 10 - 13
7 Tindastóll 11 - 12
8 Leiftur 11 - 11
9 Dalvík 11 - 10
10 KS 11 - 2