Fréttir dagsins (Alexander Högna til Fylkis o.fl.) STOKE STRÁKARNIR MISSA AF ÞJÓÐHÁTÍÐ!
Marc Goodfellow (á mynd) og Lewis Neal eru á leiðinni heim til Stoke. Þessi frábæru unglingar hafa verið í láni hjá ÍBV en nú er undirbúningstímabil Stoke hafið. Strákarnir vildu fara til Stoke og vona að þeim sé ætlað eitthvað hlutverk í liði Stoke á næstu leiktíð. Samkvæmt www.ibv.is þá er ekki útilokað að þessir leikmenn komi aftur til ÍBV eftir þjóðhátíð. Það fer eftir því hvort þeim er ætlað hlutverk hjá Guðjóni Þórðarssyni.



FYLKISMENN FÁ LIÐSSTYRK
Alexander Högnason fyrrum fyrirliði ÍA hefur skrifað undir samning við Fylki og mun spila í Árbænum út tímabilið. Alexander lagði knattspyrnuskóna á hilluna síðastliðið haust og er laus allra mála hjá ÍA. Alexander er 33 ára gamall og hefur leikið 185 leiki með Skagamönnum í efstu deild. Ekki veitir Fylkismönnum af liðsstyrknum því Ómar Valdimarsson er meiddur og Hrafnkell Helgason er á leið til Bandaríkjanna í Ágúst þar sem hann mun stunda nám.



1.DEILD KARLA
Þór og ÍR skyldu jöfn, 2-2 í síðasta leik 11. umferðar í dag. Þórsarar voru heppnir að ná stigi þar sem Páll Gíslason jafnaði leikinn á 90. mínútu.


1 KA - 11 26
2 Þór A. 11 - 23
3 Stjarnan 11 - 22
4 Þróttur R. 11 - 18
5 Víkingur R. 11 - 13
6 ÍR 10 - 13
7 Tindastóll 11 - 12
8 Leiftur 11 - 11
9 Dalvík 11 - 10
10 KS 11 - 2