Dagar David May hjá Man Utd virðast vera taldir. Allavega rétt bráðum því hann fékk ekki að fara með í Malasíuferðina og Veron hirti af honum númerið (4). May er súr og svekktur, en hann þó hann hafi lengi verið frá vegna meiðsla, hefur hann þó verið í lagi allt þetta ár. Kallanginn er orðinn þrjátíuogeins og langar að fá að spila, þannig að nú er lag að koma sér í burt. Hann kom frá Blackburn fyrir níu arum og það eru nokkrir jaxlar sem hann þarf að keppa við í vörninni (Stam, Brown, Johnsen, Silvestre og G. Neville) þannig að þetta er ekki létt. May á tvö ár eftir af samningnum en segist ekki ætla að eyða þeim í að spila með varaliðinu.
Stjórnarmaður Newcastle notaði ferðina til Þýskalands (leikurinn gegn 1860 Munchen) til að koma við hjá PSG í Frakklandi og skrifa undir samning milli félaganna á kaupum á Laurent Robert. Hann (Robert) hafði afþakkað boð Fulham en þáði boð Newcastle um að vera þar í fjögur ár með 25 þ pund á viku. Þessi 26 ára piltur náði að spila níu leiki fyrir Frakkland og kostaði 10,5 millur.
Liverpool hefur samþykkt að greiða 2,5 millur fyrir hinn 19 ára Tékka, Milan Baros. Drengurinn er landsliðsmaður Tékka U-21 og þarf nú að berjast við nokkra nagla um stöðuna í framlínu Liverpool.
Ég skrifaði um þetta fyrir dálítið löngu síðan hér á Huga, þegar Berger og Smicer voru að reyna að dobbla hann yfir, en Baros hefur náð allavega einum A-landsleik, með þessum köppum. Það hefur ekki verið gengið frá samningi en Banic Ostrava, liðið hans getur varla haldið þessum efnilega pilti lengur.