KR-ingar komnir á toppinn
Heil umferð var leikin í Landssímadeild karla í knattspyrnu í dag. Botnslagur af besta tagi var háður í Kópavogi þar sem Breiðablik og Stjarnan skyldu jöfn, 3:3, en eftir aðeins 20 mínútna leik var staðan strax orðin 2:2. Leiftursmenn eru nú fallnir í 1. deild þrátt fyrir góðan sigur á Fram, 2:1 í dag, en þeir hafa leikið í efstu deild sl. 6 ár og verður það að teljast frábær árangur hjá litlu sveitafélagi sem Ólafsfirði. Uppi á Skipaskaga mættumst heimamenn og Keflvíkingar og lauk þeim leik með 2:2 jafntefli. Í Grindavík unnu heimamenn Fylki nokkuð óvænt, 2:1, en 4 menn vantaði í byrjunarlið Grindavíkur. Sigur Grindavíkur gerði það að verkum að Fylkismenn misstu toppsætið, því að KR-ingar unnu góðan 1:0 sigur á Vestmannaeyingum. KR-ingar mæta Stjörnunni í síðustu umferðinni og verður það mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Á sama tæima mætir Fylkir Skagamönnum. Það er mjög spennandi lokaumferð framundan, en hún verður háð 16. september.