Masinga aftur til Englands og Charlton að eyða
Phil Masinga, hinn 32 ára og leggjalangi leikmaður Bari og Suður-Afríku er aftur á leið til Englands. Gordon Strachan, stjóri Coventry lék með honum í Leeds ´94 - ´96 og fékk hann til liðs við sig. Bryan Richardson, í stjórn Coventry er himinlifandi og ætlar Masinga að skora fullt af mörkum. Kallinn stóð sig nú vel með Leeds hér áður fyrr og mér fannst ekki gott þegar hann fór til Ítalíu. Minnir að hann og Radebe hafi komið saman, þegar Wilkinson var að stjórna. Þá var Radebe ekki fyrirliði heldur varnar- og varamarkmaður og fékk að spreyta sig í markinu.
Coventry fékk kallinn frítt.
Peter Ridsdale harðneiðtar að hann hafi sagt að O´Leary fengi að ráða ef Man Utd byði honum jobbið sem manager næsta vor. Hann segir að þeir verði að leita að öðrum. Þegar hann var spurður hver væri besti maðurinn í jobbið hjá Man Utd, sagði kallinn: “ Það er ekki mitt vandamál hver er bestur sem stjóri hjá þeim. Ég pæli bara í hver er bestur sem stjóri hjá Leeds og við erum akkúrat með hann”
Charlton var að kaupa Luke Young frá Tottenham fyrir 3 millur (gæti endað í 4,5 á fjögurra ára tímabili). Samningurinn er einmitt í fjögur ár. Cahrlton hafa fengið Shaun Bartlett og Jason Euell og hafa eitt yfir 10 millum í sumar sem þykir góður slatti þar á bæ. Young er orðinn 22 ára en hann hefur spilað með u- 21 liði Englands.