vona að eitthver hleypi þess inn fyrir leikina í kvöld.
E-riðill:
Lið Leikir Stig
AC Milan 5 8
Schalke 5 8
PSV 5 7
Fenerbahçe 5 4
AC Milan – Shalke
Verður hörku skemmtilegur leikur, sennilega leikur umferðarinnar. AC Milan sem komst í úrslit í fyrra gæti átt það í hættu að detta út nú í ár. AC Milan eru með frábærann árangur heima og gæti verið að það skipti máli þar sem Shalke eru einnig í fínu formi. Shevchenko sóknarmaður AC Milan er búinn að vera mjög heitur undanfarið og búinn að skora einsog brjálæðingur og ekki ósennilegt að hann setji 2 í kvöld. Spái leiknum 3-1 fyrir AC Milan, þeir eru einfaldlega of góðir.
PSV - Fenervbahce
Gæti orðið ágætis skemmtun þar sem PSV á mikla möguleika á að komast upp, Fenerbahce eru ekki líklegir til að vinna en maður veit þó aldrei, veit ekki mikið um þessi lið. Held að þetta verði jafntefli í baráttuleik 1-1 og tryggir Fenerbahce Shalke sæti í úrslitakeppninni en fara sjálfir í “litlu keppnina”.
F-riðill:
Lið Leikir Stig
Lyon 5 13
Real Madrid 5 10
Rosenborg 5 4
Olympiacos 5 1
Olypiacos – Real Madrid
Leikur sem Real hafa gefið út að verði að vinnast, til að eiga möguleika á fyrsta sætinu og þar afleiðandi geta þeir sloppið við að lenda á móti liðum einsog Arsenal, Barselona og Liverpool eða Chelsea. Held að það sé bara spurning hversu stór sigurinn verður hjá Real þó þeir hafi ekki átt góðu gengi að fagna undanfarið. 0-2 Sigur tel ég líkleg úrslit.
Lyon - Rosenborg
Lyon ætla sér sjálfsagt að tryggja sér sigur og því mæta þeir ákveðnir til leiks. Tel þó að Rosenborg vilji gulltryggja 3. sætið og þar af leiðandi komast í UEFA bikarinn. Lyon finnst mér eiga skilið að vinna riðilinn en þar situr knattspyrnustjóri sem allir kannast við Gerard Houllier fyrrverandi þjálfari Liverpool. Hann hefur náð góðum árangri með Lyon og aldrei að vita nema hann mæti Liverpool í keppninni. 1-1 verða úrslitin og bæði liðin verða sátt.
G-riðill:
Lið Leikir Stig
Liverpool 5 11
Chelsea 5 10
Real Betis 5 7
Anderlecht 5 0
Chelsea – Liverpool
Hörku leikur, æleikur umferðarinnar ásamt Milan – Shalke leiknum. Liverpool eru á góðri siglingu hafa ekki fengið á sig mark í síðustu 3 leikjum í meistaradeildinni. Og alls ekki í tæpar 750 mínútur, þeir hafa unnið síðustu 6 leiki í deildinni án þess að fá á sig mark. Fyrri leikurinn var ekki mikið fyrir augað en þó ávallt gaman að sjá þessi lið keppa. Chelsea eiga harma að hefna síðan í fyrra er Liverpool sló þá útur keppninni og vilja Chelsea menn því líklega stela fyrsta sætinu af Benitez og félögum. Vonast til að fá eitthver mörk og þá helst að Chelsea tapi í leiðinni en það verður erfitt fyrir Liverpool að mæta á Brúnna og fara með sigur af hólmi. 2-1 sigur annars hvors liðsins.
Real Betis - Anderlecht
Real Betis þarf sennilega ekki að mæta í leikinn þurfa ekki að tryggja neitt né reyna að ná neinum, held þeir geymi nokkra byrjunarliðsmenn en taka þó dauft lið Anderlech nokkuð auðveldlega. 2-0 sigur er ekki ólíklegt.
H-riðill:
Lið Leikir Stig
Inter Milan 5 12
Rangers 5 6
Artmedia 5 5
Porto 5 4
Rangers – Inter
Mikilvægur leikur fyrir Rangers en Inter er búið að tryggja sér sigur og því ætla þeir ekki að mæta með sitt sterkasta lið og eru: Juan Sebastian Veron, Luis Figo, Julio Cruz, Ze Maria, Ivan Cordoba and Dejan Stefanovi allir skildir eftir heima og því gæti Rangers tryggt sér sigur í Glasgow og þar með áframhaldandi keppni sem væri kærkomið fyrir stjóra liðsins sem er ansi nálægt því að verða rekinn. Margir eru meiddir hjá Rangers en ég held að það komi ekki að sök 2-1 sigur Ardiano sem hefur verið mjög slæðu fyrir framan markið setur mark Inters í leiknum.
Artmedia – Porto
Hörku leikur því bæði lið geta komist áfram svo framarlega sem Rangers tapi, ef þeir vinna verður þetta barátta um 3. sætið en jafntefli gæti komið Artmedia áfram í Meistaradeildinni. Ég veit svo voðalega lítið um þessi lið að ég þori varla að giska á úrslitin, en vona að Artmedia vinni og gæti þar með átt möguleika á að komast í útsláttarkeppnina. 1-0 er mín spá aðalega vegna þess ég hef ekki hugmynd um hvernig leikirnir gætu mögulega farið án vafa mesta spennan hér í þessum riðli.