
Stjórnarformaður Derby, Lionel Pickering, segist ekkert kannast við eitthvert vesen vegna komu Ravanelli til liðsins. Nú herma fregnir að hann hafi tilkynnt Massimo Cragnotti, forseta Lazio, að Ravanelli vilji vera áfram og berjast fyrir sæti sínu (m.a. í textavarpinu í gærkvöld, sunnud). Umbinn hans segir að honum sýnist þó að Ravanelli muni fara til Derby.
Einhvern veginn finnst mér Ravanelli ekki traustvekjandi náungi og hef alltaf haft illan bifur á honum, en það er bara svona persónulegt (gong).
Í þriðja lagi lítur allt út fyrir að Sam Dalla Bona, hinn ungi leikmaður Chelsea, og fyrrum leikmaður Atalanta, sé á leið til AC Milan.Vicenza bauð víst 5 millur en Dalla Bona vildi ekki fara þangað. Talað er um að Chelsea fái 3 millur + miðvallarleikmanninn Christian Brocchi.