Stoke sigruðu þýska félagið Wacker Burghausen 3-1 á laugardagskvöldið í fyrsta leik sínum í átta daga æfingaferðalagi til Austurríkis. Nýjasti liðsmaður þeirra, Peter Hoekstra, virðist lofa góðu, því hann setti eitt mark og lagði svo upp annað fyrir Bjarna Guðjónsson.
Það var hins vegar Brynjar Björn Gunnarsson sem opnaði markareikning Stoke í leiknum með skallamarki á 12 mínútu en Þjóðverjarnir jöfnuðu leikinn þvert gegn gangi leiksins eftir hálftíma leik. Stoke svöruðu með tveim mörkum fyrir leikhlé, fyrst skoraði Bjarni eftir fyrirgjöf frá Hoekstra sem sá svo sjálfur um að reka endahnútinn á næsta mark með þrumuskoti af 20 metra færi og þar við sat.
Guðjón leyfði öllum útileikmönnunum að spreyta sig í leiknum, en í liði þeirra eru að finna mörg ný nöfn sem menn verða að fara að leggja á minnið. Liðið var þannig skipað:
Ward, Handyside, Shtaniuk, Clarke (Rowson 45), Thomas (Hansson 71), Bjarni G., (Crowe 71), Brynjar G., Van Duerzen, Hoekstra (Stefán Þ. 45) (Henry 72), Cooke (Iwelumo, 45), Ríkharður D. (Thorne 45).