Samkvæmt frétt í DV í dag, þá hefur gamla brýnið Neville Southall sótt um starf þjálfara Fram.
Starfið er laust eftir að Guðmundi Torfasyni var vikið frá störfum um daginn. Southall hefur þó nokkra reynslu í þjálfun því hann var aðstoðarþjálfari welska landsliðsins um tíma.
Það verður gaman að fylgjast með því hvort eitthvað sé til í þessu. Ekki hefði maður neitt á móti því að sjá gamla hlunkinn rífa kjaft á hliðarlínunni hjá Fram næsta sumar.