Þetta er æfingadagbókin mín…endilega komið með ykkar eigin
Þjálfari er Ægir Emilsson ,Íþróttin er Knattspyrna.
Mánudagur:Æfingin fór fram í Reykjaneshöllinni klukkan 20:00 og var byrjað á útihlaupi í kringum svona einn þriðja af bænum,3,2 kílómetrar.Svo var farið inn og okkur var stillt upp 2 saman og við áttum að rekja boltann og gefa hann á milli.Svo var okkur skipt upp í tvo hópa og það var sendingaræfing sem kallast “kassinn” og inniheldur spretti og skásendingar.Svo var okkur stillt þannig upp að allir stóðu í hring og einn í miðjunni,hann átti að gefa á annan mann og hlaupa í hans stað,svo varr okkur stillt upp í 2 lið og það var spilað restina af æfingunni og í lokin var skokkaður hringur og teygt á þannig að einn stjórnaði teygjum í svona 7 mínútur.
Þriðjudagur: Æfing klukkan 16 : 30 á malarhlaupabrautinni sem umlykur knattspyrnuvöll Keflavíkur og síðar í Bocciasal perlunnar. Æfingin byrjaði á malarhlaupabrautinni, við byrjuðum á því að hlaupa sex hringi sem eru 2,4 kílómetrar,hlaupið fór þannig fram að það var tekinn 100% sprettur á stuttu hliðunum og rólegt skokk á löngu hliðunum.Þegar þessu var lokið fengum við 10 mínútur til þess að gera léttar teygjuæfingar og skipta um föt. Næst á dagskrá var Body Pump tími hjá Siggu í Boccia sal Perlunnar.Bodypump tímunum má lýsa svona: Þetta eru lyftinga æfingar sem einkennast af dúndrandi teknó tónlist með stöng eða handlóðum og inní þessu eru kviðæfingar og armréttur. Tíminn byrjar á upphitun sem inniheldur :Hnébeygjur með stöng, Rjóður með stöng, Mismunandi Axlaræfingar með stöng og Framstig með stöng.Næst var einbeitt sér að læravöðvunum með hnébeygjum í svona sex til sjö mínútur.eftir það var það brjóstvöðvinn,lagst var á bekk og lyft stönginni mis hratt og endað á armréttum.Næst á dagskrá voru það axlirnar og voru þær æfðar með rjóðri með stöng í svona 5 mínútur. Næst var það þríhöfðinn og hann var æfður með því að leggjast á bekk og láta stöngina síga niður að höfði og síðan niður að neðstu rifbeinum svo var endað með dýfum.Næst á dagskrá var það tvíhöfðinn og var hann æfður með því að vera standandi og lyfta stönginni upp að brjósti og stundum hálfa leið, mis hratt.Næst voru það axlirnar og notast var við handlóð og stöng að gera mismunandi æfingar og svo nokkrar armréttur í lokin.Næst var það kviðurinn og það voru bara gerðar mismunandi kviðæfingar í svona 6 mínútur.Þar enduðu æfingarnar og þá var teygt á þeim vöðvum sem voru æfðir og var æfingunni lokið kl 17 : 00
Miðvikudagur:Æfingin fór fram í Reykjaneshöllinni Kl.20 : 30 og var byrjað á því að skokka 2 hringi,300 metra sem upphitun.Næst var æft boltahæfni með einföldum skokk/sendinga,skalla æfingum og teknar 10 armréttur,10 hopp upp í bringu og 20 kviðæfingar.Næst á dagskrá var spil á stóran völl,11 manna bolta.Fyrstu 15 mínúturnar mátt þú bara nota þrjár snertingar í einu og í restina var bara venjulegt spil.Svo í endan á æfingunni var tekinn einn hringur hlaup og svo teygt á í lokin,æfingu lokið Kl.21 : 30
Fimmtudagur:Æfingin fór fram í Reykjaneshöllinni Kl 16 : 30 og var byrjað á því að skokka 2 hringi með sprettum á stuttu hliðunum,300 metra sem upphitun.Svo var okkur skipt upp,2 og 2 saman með bolta að gera allskonar sendingaræfingar og skallaæfingar.Svo var það skot/sendingaæfing með sprettu sem var sett upp eins og “X” og 4 hópa með tilheyrandi sendingum og skotum í vegg.Svo var það reitar bolti með 2 snertingum,1 á hverri hlið og einn í miðjunni sem átti að reyna að ná boltanum,sá sem missir boltann þarf svo að fara inn í reitinn.Eftir það voru teknir nokkrir stigar og svo var spilað í góðan hálftíma á hálfan völl,9 í hvoru liði.Svo í lokin var skokkaður einn hringur og svo teygt á.Þar með líkur þessari æfingadagbók *bíður eftir að fagnaðarópin lækki* ég þakka fyrir mig,veriði bless og ekkert stress