Þrír leikir voru á dagskrá 1.deildar karla í knattspyrnu í gær. Víkingar vígðu nýjan völl með pylsuveislu og tapi fyrir Þrótturum 0-2. Víkingar fengu nokkur mjög góð færi í leiknum en náðu ekki að koma boltanum framhjá Fjalari í markinu. Björgólfur Takefusa (á mynd) skoraði annað mark leiksins. Stjarnan fór illa með Tindastól 5-2 í Garðabæ. Garðar Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir heimamenn. Þá vann KA Dalvík 3-1 á Akureyri. Þórhallur Örlygsson, Steingrímur Örn og Þorvaldur Makan skoruðu mörk KA. Félag L U J T Mörk Net Stig
Staðan í 1.deild, Leikir (Mörk) Stig
1 KA - 10 (+17) 23
2 Þór A. - 9 (+14) 19
3 Stjarnan - 10 (+8) 19
4 Þróttur R. - 10 (+3) 17
5 Víkingur R. - 10 (+5) 13
6 Tindastóll - 10 (-7) 12
7 Leiftur - 9 (-3) 10
8 ÍR - 9 (-6) 9
9 Dalvík - 10 (-16) 7
10 KS - 9 (-15) 2
Í annarri deild gerðu Víðir og Léttir 1-1 jafntefli í Garði. Afturelding sigraði Skallagrím 4-1 í Mosfellsbæ og á Selfossi skildu heimamenn og Haukar jöfn 1-1.