Það kom mér nokkuð á óvart hvað Fylkismenn unnu öruggan sigur á Grindavík í Grindavík í gær. Úrslitin urðu 0-4 og eins og tölurnar gefa til kynna þá náðu heimamenn sér alls ekki á strik meðan Fylkismenn röðuðu inn mörkunum. Hrafnkell Helgason og Ólafur Stígsson skoruðu fyrir Árbæinga í fyrri hálfleik og þeir Steingrímur Jóhannesson og Hrafnkell Helgason innsigluðu svo sigurinn með sitt hvoru markinu í síðari hálfleik. Fylkir hefur fjögurra stiga forystu á toppnum eftir tíu umferðir. FH-ingar geta komist í 18 stig nái þeir að leggja Grindavík að velli í leik sem þeir eiga inni. Grindavík hefur aðeins náð í sex stig af tólf mögulegum á heimavelli. Fylkismenn hafa hins vegar ekki tapað leik síðustu tvo mánuði.
Grindavík - Fylkir 0-4
0-1 Hrafnkell Helgason (23)
0-2 Ólafur Stígsson
0-3 Steingrímur Jóhannesson (65)
0-4 Theodór Óskarsson