Hinn hundblauti stuðbolti Paul “Gazza” Gascoigne hefur lofað því enn eina ferðina að leggja bokkunni svo hann geti komið ferli sínum á réttan kjöl enn eina ferðina.
Gazza byrjaði tímabilið ágætlega í fyrra en meiddist snemma og spilaði ekkert eftir það. Þá lagðist hann í þunga drykkju sem leiddi til þess að hann skellti sér í meðferð til Bandaríkjanna í sumar.
“Ég var líklega að drekka meira en ég hefði átt að gera en ég lofa því að ég er breyttur maður núna. Það verður meira um fiskerí og tennis í stað drykkju í framtíðinni þar sem ég hef trú á lífi mínu á ný. Ferðin til Ameríku hjálpaði mér mikið.
”Ég barðist mikið í fyrra fyrir sæti í liðinu og meiddist síðan á glórulausan hátt gegn Aston Villa (meiddist á hné við að taka aukaspyrnu, innsk. blm) og það fór allt til fjandans eftir það og ég fór í fimm uppskurði á fimm mánuðum eftir það.
“Að lokum hafði framkvæmdastjórinn samband við mig og sagði mér að ég yrði að leita mér hjálpar. Nú vil ég sanna mig fyrir honum á ný,” sagði hinn nýji uppþurrkaði Gazza.
hann er bara fyllibitta