Spænskir fjölmiðlar greindu frá því á þriðjudagskvöldið að forráðamenn Arsenal væru mættir til Spánar og eigi í viðræðum við umboðsmenn Pep Guardiola, en eins og kunnugt er þá fékk hann frjálsa sölu frá Barca og hefur hann verið orðaður við mörg ensk félagslið á undanförnum vikum.
Arsene Wenger sér Pep fyrir sem fullkominn félaga Patrick Vieira á miðjunni og er ljóst að liðið yrði ekki óárennilegt með þá tvo innanborðs. Guardiola gæti jafnvel átt eftir að taka stöðu Vieira í liðinu, kjósi hann að yfirgefa Highbury sem gæti allt eins gerst.
Að sögn spænsku blaðanna þá er Wenger væntanlegur til Spánar í vikunni til að ganga endanlega frá samningnum. Engin staðfesting hefur borist úr herbúðum Gunners um þetta mál, en þó hafa þeir ítrekað lýst yfir áhuga sínum á honum í sumar.
Go Arsenal