Barclays, fyrirtækið sem kostar Úrvalsdeildina í Englandi birti í gær lista yfir bestu þjálfara, bestu leikmenn og vinsælustu liðin í sögu Úrvalsdeildarinnar sem hóf göngu sína árið 1992. Fram að því var deildin bara kölluð 1. deild. 26.000 stuðningsmenn í 170 löndum tóku þátt í þessari könnun.
Enginn annar en Jose Mourinho var í fyrsta sæti yfir bestu þjálfara úrvaldsdeildarinnar með 28% atkvæða, í 2.sæti var Ferguson með 14% og í 3.sæti var Wenger með 13% atkvæða.
Besti leikmaður í sögu úrvaldsdeildarinnar var Eric Cantona með 17% atkvæða en af besta núverandi leikmönnum deildarinnar þá var Henry í fyrsta sæti, Gerrard í 2.sæti og Lampard í 3.sæti.
Besti völlurinn var valinn Old Trafford.
—————————————————–
Heimildir: chelsea.is og Manutd.is (ekki c/p nema það efsta..)
——————————————————-
Mér finnst fáránlegt að þjálfari sem er búinn að þjálfa í deildinni í 1 tímabil er valinn besti þjálfari deildarinnar frá upphafi! Sir Alex Ferguson hefur unnið u.þ.b 8 sinnum deildina og Wenger 4 sinnum og þeir eru fyrir neðan hann!
Þetta er bara fáranlegt og kannski ekkert að marka þetta, allavega ekki um besta þjálfarann það er alveg á hreinu….