McClaren leitar til United Fyrrum þjálfari Man. Utd. og núverandi stjóri Middlesbrough,Steve McClaren, ætlar til Manchester að reyna að krækja í þá Jonathan Greening og Mark Wilson. Nýbúinn að bæta við tveimur millum í budduna, með sölunni á Karembeu er hann til í að borga allt að fjórum millum fyrir strákana, en ekki meir. United hafa farið fram á eitthvað meira. Drengirnir eru á sölulista og ekki ólíklegt að þeir séu tilbúnir að fara til fyrrum þjálara síns. Einnig vill hann fá Lucas Neill, ástralskan landsliðsmann hjá Millwall sem er á síðasta ári samnings síns. Millwall vill 1,5 millur en McClaren vill bara borga eina.

Loksins er það - í það minnsta - nánast öruggt að Fabrizio Ravanelli mun skrifa undir samning við Derby í vikunni. Honum hafði verið boðinn árssamningur sem hann vildi ekki . Niðurstaðan varð tveggja ára samningur sem allir eru happy með og allir aðilar hafa náð samkomulagi. Mun hann skrifa undir seinna í vikunni og segist heldur betur ætla að setja mark sitt – eða mörk- á ensku deildina í vetur.