
Framar sukku lengra ofaní skítinn á Hlíðarenda í gær. Valsmenn unnu sanngjarnan 3-2 sigur og Ármann Björnsson kom þeim snemma yfir. Framarar sóttu hart að Valsmarkinu undir lok fyrri hálfleiks en ekkert var skorað. Strax á þriðju mínútu seinni hálfleiks skoraði Kristinn Lárusson og Ármann kom Val í 3-0 með öðru marki sínu. Þá vöknuðu Framara loksins af værum blundi og Ágúst Gylfason skoraði tvö mörk, bæði úr vítaspyrnum. En það dugði ekki til og Valsmenn hefndu fyrir bikarleikinn fyrir stuttu og eru komnir í þriðja sæti riðilsins.
—
Valur - Fram 3-2
1-0 Ármann Björnsson (11)
2-0 Kristinn Lárusson (48)
3-0 Ármann Björnsson (55)
3-1 Ágúst Gylfason (v) (59)
3-2 Ágúst Gylfason (v) (87)
Keflavík - Grindavík 0-2
0-1 Sverrir Þór Sverrisson (47)
0-2 Grétar Ólafur Hjartarsson (87)
FH - ÍA 0-1
0-1 Hjörtur Hjartarsson (4)
—
Markahæstu menn:
1 Hjörtur Júlíus Hjartarson - ÍA 9
2 Kristján Carnell Brooks - Breiðablik 5
3-6 Haukur Ingi Guðnason - Keflavík 4
3-6 Sævar Þór Gíslason - Fylkir 4
3-6 Sverrir Sverrisson - Fylkir 4
3-6 Guðmundur Steinarsson - Keflavík 4