Tveir leikir voru á dagskrá Símadeildar karla í knattspyrnu í dag. ÍA sigraði FH í stórslag 0-1 í Kaplakrika. Markahrókurinn Hjörtur Hjartarson skoraði eina mark leiksins á fjórðu mínútu. Með sigrinum er ÍA komið í annað sætið í úrvalsdeildinni með 17 stig en FH er í þriðja með 15 stig. Fyrr í dag sigraði ÍBV Breiðablik 1-0 í Vestmannaeyjum og skoraði Atli Jóhannsson sigurmarkið á 66. mínútu.
Einn leikur fór fram í 2.deild karla í dag þar sem Leiknir og Sindri skildu jöfn á Gettó Ground 1-1. Hið unga lið Leiknis var betri aðilinn í leiknum og var Cardaklija Sindra-markvörður mjög ánægður með að ná stigi úr þessum leik. Hann gekk oft á tíðum heldur langt í að reyna að tefja leikinn.
Staðan, Leikir - Stig
1. Haukar - 10 - 26
2. Sindri - 10 - 26
3. Afturelding - 10 - 18
4. Selfoss - 10 - 15
5. Léttir - 10 - 13
6. Skallagrímur - 10 - 11
7. Leiknir R. - 10 - 10
8. KÍB - 10 - 7
9. Víðir - 9 - 5
10. Nökkvi - 9 - 5