KR fær liðsstyrk og ÍBV vann Blika Kristinn Hafliðason skrifaði um helgina undir samning við KR um að leika út tímabilið undir stjórn David Winnie hjá KR. Hann verður ekki gjaldgengur með liðinu í senni leiknum gegn Vllaznia í forkeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Hins vegar verður hann löglegur fyrir næsta deildarleik KR. Kristinn hefur leikið með Raufoss í Noregi undanfarin ár en hann hefur spilað hér heima með Fram, Víking og ÍBV.

Talandi um ÍBV, liðið vann góðan 1-0 sigur á Breiðablik á Hásteinsvelli í dag. Atli Jóhannsson skoraði sigurmarkið á 66. mínútu eftir góðan undirbúning frá marc Goodfellow. Þetta er fyrsta mark Atla í efstu deild. ÍBV er komið í annað sætið í úrvalsdeildinni einu stigi á eftir toppliðinu, Fylki. Breiðablik er í mjög slæmum málum í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins 7 stig en Blikar hafa aðeins fengið 1 stig úr síðustu 8 leikjum og þurfa að fara að passa sig ef þeir vilja ekki missa Framara fram úr sér.



ÍBV - Breiðablik 1-0
1-0 Atli Jóhannsson (66)