Kristinn Hafliðason skrifaði um helgina undir samning við KR um að leika út tímabilið undir stjórn David Winnie hjá KR. Hann verður ekki gjaldgengur með liðinu í senni leiknum gegn Vllaznia í forkeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Hins vegar verður hann löglegur fyrir næsta deildarleik KR. Kristinn hefur leikið með Raufoss í Noregi undanfarin ár en hann hefur spilað hér heima með Fram, Víking og ÍBV.
Talandi um ÍBV, liðið vann góðan 1-0 sigur á Breiðablik á Hásteinsvelli í dag. Atli Jóhannsson skoraði sigurmarkið á 66. mínútu eftir góðan undirbúning frá marc Goodfellow. Þetta er fyrsta mark Atla í efstu deild. ÍBV er komið í annað sætið í úrvalsdeildinni einu stigi á eftir toppliðinu, Fylki. Breiðablik er í mjög slæmum málum í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins 7 stig en Blikar hafa aðeins fengið 1 stig úr síðustu 8 leikjum og þurfa að fara að passa sig ef þeir vilja ekki missa Framara fram úr sér.
—
ÍBV - Breiðablik 1-0
1-0 Atli Jóhannsson (66)