Kominn aftur til Parma eftir 8 ára fjarveru.
Claudio Taffarel er mættur aftur til Parma eftir 8 ára fjarveru frá Parma. ,,Ég hef alltaf saknað Parma því Parma hefur verið mér mjög kær í gegnum árin, ég hef alltaf reynt að koma hingað og horfa á leikina úr stúkunni en nú þegar ég kem hingað aftur sem leikmaður eftir svo langan tíma er mér mjög kært", sagði hinn 35 ára Taffarel en hann var fyrsti leikmaðurinn sem Parma keypti eftir að þeir komu upp í Seria A árið 1990 og hefur Parma honum mikið að þakka fyrir frábæra frammistöðu á þeim tíma sem hann var þar. En Taffarel hefur samkeppni í Sebastian Frey sem verður líklega markmaður númer 1 á næsta tímabili en Taffarel segist ætla að æfa vel og treystir á að þjálfarinn gefi honum tækifæri.