Þór Akureyri brotlenti á Valbjarnarvelli eftir sigurinn á KA í vikunni. Víkingar sem voru í neðri hluta deildarinnar gerðu sér lítið fyrir og lögðu toppliðið með þrem mörkum gegn engu og gætu farið að blanda sér í toppbaráttuna. Sváfnir Gíslason skoraði fyrsta mark Víkinga gegn Þór og svo skoraði Sumarliði Árnason hin tvö.
Ásgeir Ásgeirsson var hetja KA-manna gegn Þrótti, hann skoraði sigurmarkið á 81. mínútu. Dalvíkingar komust yfir á 32. mínútu gegn Stjörnunni í Garðabæ. Garðar Jóhannsson jafnaði metin á 44. mín. með marki úr vítaspyrnu. Í dag unnu Leiftursmenn ÍR 2-0.
Staðan: (öll lið hafa leikið níu leiki)
1. KA - 20
2. Þór Ak. - 19
3. Stjarnan - 16
4. Þróttur - 14
5. Víkingur - 13
6. Tindastóll - 12
7. Leiftur - 10
8. ÍR - 9
9. Dalvík 7
10. KS 2