Air City Air City


Jæja ég ætla að fræða þessa fáfróðu vitleysinga sem ekki vita hvað Air City er og kynna ykkur fyrir þessu.Air City er í raun í sinni einföldustu myn fóboltalið. En ég ætla nú að segja aðeins meira en það.

Air City var stofnað það merka ár 2003, vildi þannig til að ég félagi minn sátum í stærðfræðitíma og velltu fyrir sér þeirrhugmynd um hversu magnað það væri að búa til fótboltalið. Atvikaðist það þannig að fremur leiðinlegt var í tímanum, við búnir að leika okkur á allann máta og fórum því að láta okkur dreyma um þetta. Nokkrum dögum seinna vorum við enn að tala um þetta, og hugsuðum okkur þá en hvert á nafnið að vera Jón var ekki lengur og kom með eitthvað nafn sem okkur fannst þá ekki passa við liðið en ákváðum þó og fannst Jóni mjög mikilvægt að halda City nafninu, spurði mig hvort ég hefði eitthverja hugmynd, horfði ég þá hugsi útí loftið og sagði Air, já nafnið varð þá Air City og við eigendur félagsins búnir í samieningu að finna þetta frábæra nafn. Straks í þeim tíma var Víðir fenginn til liðsins eftir mikið þras þó, en hann sér nú ekki eftir að hafa tekið þá ákvörðun að hafa gengið til liðsins.


Ekki leið þó að löngu fyrr en okkur vantaði samkeppni og hafði Ingvar hugsað sér að búa til lið skýrði það Ground United og fékk til liðs við sig: Valdimar, Alex, Jón Ásgeir og Grétar. Var þetta liðið sem átti að keppa við Air City um sumarið, en lítið varð af því og fór þetta frekar útum þúfur. Það var síðan ekki fyrr en Ingvar flutti til Akureyrar að eitthvað fór að leysast uppúr hópnum og vorum við ekki lengi að fá þá Alex og Jón Ásgei til okkar. Var hópur okkur fyrir þetta, skipaður: Jón, Kári, Víðir, Ísak, og Freyr við þennann hóp bættust svo tvímenningarnir. Liðið var svo fyllt í með þeim bræðrum Jakobi og Hafsteini, og loks Sigga. Ákváðum við Jón að hafa eina stöðu opna í liðinu eftir því hvernig mann okkur vantar að hverju sinni.


En aukalega um liðið er það að merki okkar er alfarið hannað að Jóni, það eina sem ég sagði var að segja hvað mér leist ekki vel á, sá Jón þá um að betrum bæta það að hverju sinni þangað til við fengum þetta frábæra merki.
Völlur félagsins, ber hann nafnið Ólimpíuvöllurinn við Njarðvíkurskóla og kemur nafnið frá staðsetningu hans… Stjórn félagsins hefur þó óðum verið í leit að nýjum velli og því alrei að vita hvar leikið verður.

Stuðningsmenn hafa grátbeðið um að liðið skrái sig í 3. deildina næsta sumar, en ekkert verður af því þar sem félaginu vantar völl til að keppa á. En aldrei að vita þó !

En svo sannarlega vonast ég til að þið hafið fræðst eitthvað um félagið og vitið nú um hvað málið snýst….

hægt að lesa meira á www.blog.central.is/aircity