Bjarnólfur Lárusson hefur nú tíu daga til þess að ákveða hvort hann ætli sér að spila með Eyjamönnum út sumarið en hann samdi við félagið á þeim forsendum að hann gæti sagt upp samningnum ef tilboð bærist í hann frá erlendu liði. Jóhann Ingi Árnason segir í samtali við ÍBV.is að ekkert tilboð hafi borist í Bjarnólf og því verður að teljast líklegt að hann verði um kjurrt.
Það stendur líka á heimasíðu ÍBV að sögusagnir þær um að Stoke-strákarnir, Marc Goodfellow og Lewis Neale, hafi verið kallaðir heim til Stoke séu ekki sannar. ÍBV gerði þriggja mánaða lánssamning við Stoke og þar sem þessir strákar koma líklega ekki til með að verða í byrjunarliði Stoke á næstu leiktíð er líklegt að þeir fái að klára tímabilið í Eyjum. Það verður að teljast mjög gott fyrir Eyjamenn.