
Það stendur líka á heimasíðu ÍBV að sögusagnir þær um að Stoke-strákarnir, Marc Goodfellow og Lewis Neale, hafi verið kallaðir heim til Stoke séu ekki sannar. ÍBV gerði þriggja mánaða lánssamning við Stoke og þar sem þessir strákar koma líklega ekki til með að verða í byrjunarliði Stoke á næstu leiktíð er líklegt að þeir fái að klára tímabilið í Eyjum. Það verður að teljast mjög gott fyrir Eyjamenn.