
Kristinn Tómasson og Theódór Óskarsson eru ekki á förum frá Fylki. Málið hefur verið rætt innan félagsins og er útkljáð. Leikmennirnir verða áfram hjá félaginu.
Björn Viðar Ásbjörnsson hefur hins vegar farið fram á riftun á samning. Það mál er ekki útkljáð.
Það verður spennandi að fylgjast með framhaldi þessa máls en það hefur komið mér nokkuð á óvart hvað Kristinn Tómasson hefur fengið fá tækifæri með Fylki í sumar því mér finnst hann mjög góður leikmaður. En ég heiti ekki Bjarni Jóhannsson þannig að ég ræð engu í þessu máli.