Kristinn og Theodór eru ekki á förum frá Fylki Stöð 2 sagði í fréttatíma sínum fyrir stuttu að þrír leikmenn Fylkis vilji yfirgefa félagið. Leikmennirnir sem talað var um voru þeir Kristinn Tómasson, Theodór Óskarsson og Björn Viðar Ásbjörnsson en þeir hafa mikið fengið að hvíla sig á varamannabekknum í Árbænum. Hér er hér stutt yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Fylkis sem ég fann á fylkir.com:

Kristinn Tómasson og Theódór Óskarsson eru ekki á förum frá Fylki. Málið hefur verið rætt innan félagsins og er útkljáð. Leikmennirnir verða áfram hjá félaginu.
Björn Viðar Ásbjörnsson hefur hins vegar farið fram á riftun á samning. Það mál er ekki útkljáð.

Það verður spennandi að fylgjast með framhaldi þessa máls en það hefur komið mér nokkuð á óvart hvað Kristinn Tómasson hefur fengið fá tækifæri með Fylki í sumar því mér finnst hann mjög góður leikmaður. En ég heiti ekki Bjarni Jóhannsson þannig að ég ræð engu í þessu máli.