
Jóhann Þórhallsson kom inn á sem varamaður og á 50. mínútu bjó hann til mark fyrir Orra Frey sem skoraði með góðu skoti. Á 70. mínútu náði KA svo að skora, þegar Þorvaldur Makan spyrnti í slá og inn. Þórsarar fögnuðu 4-1 sigri vel og lengi í leikslok.
Þróttarar eru enn í toppslagnum eftir góðan sigur á Stjörnunni 2-1 á Valbjarnarvelli. Fjalar Þorgeirsson var í marki heimamanna. Brynjar Sverrisson skoraði bæði mörk Þróttara í leiknum en Ólafur Gunnarsson skoraði fyrir Stjörnuna.
Staðan í 1.deildinni:
1. Þór A. - 8 (+17) 19
2. KA - 8 (+14) 17
3. Stjarnan - 8 (+5) 15
4. Þróttur R. - 8 (+2) 14
5. Víkingur R. - 8 (+4) 10
6. ÍR-ingar - 8 (-4) 9
7. Tindastóll - 8 (-6) 9
8. Leiftur - 8 (-5) 7
9. Dalvík - 8 (-14) 6
10. KS-menn - 8 (-13) 2
Markahæstu menn:
1 Hreinn Hringsson - KA 10
2 Jóhann Þórhallsson - Þór A. 7
3 Sumarliði Árnason - Víkingur R. 6
4 Garðar Jóhannsson - Stjarnan 5
5 Orri Freyr Óskarsson - Þór A. 5