Topp- og Nágrannaslagur fór fram í 1.deild karla í gærkvöld. Þór mætti KA og byrjaði leikurinn með látum og marki Þórsara eftir tvær mínútur. Orri Freyr Hjaltalín laggði knöttinn snyrtilega fram hjá markverði KA. Þórsarar voru miklu baráttuglaðari og Þórður Halldórsson skoraði annað markið. Þriðja mark Þórs kom svo eftir varnarmistök KA. Pétur nýtti gjöf frá Slobodan Milisic og þrumaði knettinum í markið. Staðan orðin 3-0 og hálftími búinn af leiknum.
Jóhann Þórhallsson kom inn á sem varamaður og á 50. mínútu bjó hann til mark fyrir Orra Frey sem skoraði með góðu skoti. Á 70. mínútu náði KA svo að skora, þegar Þorvaldur Makan spyrnti í slá og inn. Þórsarar fögnuðu 4-1 sigri vel og lengi í leikslok.
Þróttarar eru enn í toppslagnum eftir góðan sigur á Stjörnunni 2-1 á Valbjarnarvelli. Fjalar Þorgeirsson var í marki heimamanna. Brynjar Sverrisson skoraði bæði mörk Þróttara í leiknum en Ólafur Gunnarsson skoraði fyrir Stjörnuna.
Staðan í 1.deildinni:
1. Þór A. - 8 (+17) 19
2. KA - 8 (+14) 17
3. Stjarnan - 8 (+5) 15
4. Þróttur R. - 8 (+2) 14
5. Víkingur R. - 8 (+4) 10
6. ÍR-ingar - 8 (-4) 9
7. Tindastóll - 8 (-6) 9
8. Leiftur - 8 (-5) 7
9. Dalvík - 8 (-14) 6
10. KS-menn - 8 (-13) 2
Markahæstu menn:
1 Hreinn Hringsson - KA 10
2 Jóhann Þórhallsson - Þór A. 7
3 Sumarliði Árnason - Víkingur R. 6
4 Garðar Jóhannsson - Stjarnan 5
5 Orri Freyr Óskarsson - Þór A. 5