
Skagamönnum tókst ekki að koma boltanum framhjá Birki Kristinssyni markverði ÍBV þrátt fyrir fjölmörg færi í leik liðanna í gær. Fjöldi áhorfenda lögðu leið sína á völlinn en engin voru mörkin. ÍA átti 15 skot að marki samkvæmt Morgunblaðinu en ÍBV aðeins 5. Nýji danski miðjumaður Eyjamanna, Tommy Schram, kom inná snemma í leiknum og lofar góðu. Hann á eftir að komast betur inn í leik liðsins og hann gæti skipt sköpum fyrir leik liðsins.
—
Valur – Breiðablik 2-0
1-0 Jón Gunnar Gunnarsson (7)
2-0 Halldór Hilmisson (72)
Áhorfendur: 650
ÍA – ÍBV 0-0
Áhorfendur: 1320
Markahæstir:
1 Hjörtur Júlíus Hjartarson - ÍA - 8
2 Kristján Carnell Brooks - Breiðablik - 5
3-6 Haukur Ingi Guðnason - Keflavík - 4
3-6 Sævar Þór Gíslason - Fylkir - 4
3-6 Sverrir Sverrisson - Fylkir - 4
3-6 Guðmundur Steinarsson - Keflavík - 4