Valsmenn unnu Blika Valur og Breiðablik léku í Símadeildinni í gær. Sigurbjörn Hreiðarsson var ekki í liði Vals en hann er meiddur og verður frá í rúman mánuð í viðbót. Þá er Dean Holden farinn heim til Englands til að taka þátt í undúrbúningi Bolton Wanderes fyrir fyrstu Úrvalsdeildarleiki sína í langan tíma. Þrátt fyrir það voru Valsmenn mun betri en baráttulitlir Blikar. Gestirnir léku með sorgarbönd í leiknum til að minnast Valdimars Valdimarssonar fyrrum starfsmanns á Kópavogsvelli. Eftir aðeins sjö mínútna leik sneri Jón Gunnar Gunnarsson á varnarmenn Breiðabliks og skoraði fyrsta mark leiksins. Þeir 650 áhorfendur sem mættu á Hlíðarenda-völl þurftu að bíða í langan tíma eftir næsta marki en það kom á 72.mínútu og var þar að verki Halldór Hilmisson með þrumuskoti. Valsmenn unnu sanngjarnan 2-0 sigur og eru um miðja deild.

Skagamönnum tókst ekki að koma boltanum framhjá Birki Kristinssyni markverði ÍBV þrátt fyrir fjölmörg færi í leik liðanna í gær. Fjöldi áhorfenda lögðu leið sína á völlinn en engin voru mörkin. ÍA átti 15 skot að marki samkvæmt Morgunblaðinu en ÍBV aðeins 5. Nýji danski miðjumaður Eyjamanna, Tommy Schram, kom inná snemma í leiknum og lofar góðu. Hann á eftir að komast betur inn í leik liðsins og hann gæti skipt sköpum fyrir leik liðsins.



Valur – Breiðablik 2-0
1-0 Jón Gunnar Gunnarsson (7)
2-0 Halldór Hilmisson (72)
Áhorfendur: 650

ÍA – ÍBV 0-0
Áhorfendur: 1320


Markahæstir:
1 Hjörtur Júlíus Hjartarson - ÍA - 8
2 Kristján Carnell Brooks - Breiðablik - 5
3-6 Haukur Ingi Guðnason - Keflavík - 4
3-6 Sævar Þór Gíslason - Fylkir - 4
3-6 Sverrir Sverrisson - Fylkir - 4
3-6 Guðmundur Steinarsson - Keflavík - 4